Lykilþátttakendur

Ian F AkyildizI

Ian F. Akyildiz er gestaprófessor við Háskóla Íslands, þar sem hann hefur kennt ný námskeið og komið á fót nýjum rannsóknum á ört vaxandi sviði, alneti hlutanna (Internet of Things, IoT), í erfiðu umhverfi svo sem neðansjávar, neðanjarðar og í geimnum, frá 2020. Hann hefur haft stöðu sem Ken Byers Chair prófessor við rafmagns- og tölvuverkfræði hjá Georgia Institute of Technology í Bandaríkjunum, stýrt þar rannsóknastofu um þráðlaus breiðbandsnet og jafnframt stýrt rannsóknateymi um fjarskipti við stofnunina 1985-2000. Hann er alþjóðlega leiðandi í rannsóknum á sviði þráðlausa fjarskipta og skynjara, með yfir 143 þús. tilvitnanir og h-index tilvitnana sem er 136.

ianaky@hi.is

Kristinn Andersen

Kristinn Andersen er prófessor við rafmagns– og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands. Að loknu framhaldsnámi í Bandaríkjunum, þar sem hann hlaut viðurkenningar fyrir nýjungar í þróun iðnstýringa fyrir NASA, hóf hann störf hjá Marel, fyrrum sprotafyrirtæki á Íslandi, þar sem hann stýrði rannsóknum m.a. á sviði sjálfvirkni, skynjara, róbóta og tölvusjónar. Á starfsferli þar, sem spannaði meira en tvo áratugi, hleypti hann af stokkunum og stýrði fjölda alþjóðlegra rannsóknarverkefna, jafnhliða því sem fyrirtækið óx og varð leiðandi í þróun tækjabúnaðar á sínu sviði. Hann hefur starfað hjá HÍ frá 2014, hann annast tengingu verkefnisins við háskólann og tekur þátt í því sem sérfræðingur á sviði róbóta, skynjara og þráðlausra samskipta.

kiddi@hi.is

Sæmundur E Þorsteinsson

Saemundur E. Thorsteinsson er sérfræðingur við rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands. Starfsvettvangur hans hefur verið í rannsóknum á sviði fjarskipta og rafsegulfræði, bæði hjá fjarskiptafyrirtækjum og á vettvangi háskóla. Í verkefninu leggur hann til sérfræðiþekkingu á sviði netkerfa og fjarskipta.

saemi@hi.is

Aðrir þátttakendur

Karl S. Gudmundsson stýrir Tæknifræðisetri Háskóla Íslands og er fyrrverandi prófessor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild HÍ. Sérfræðisvið hans er tölvuverkfræði og mun hann taka þátt í rannsóknum og þróun tölvuneta, vélbúnaðar og hugbúnaðar.

Magnus Orn Ulfarsson er prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands. Framlag hans til verkefnisins byggir á þekkingu á tölfræðilegri merkjafræði, vélrænu námi og gervigreind.

Teresa Sofia Giesta Da Silva hefur doktorsgráðu í líffræði og hún starfar sem sérfræðingur við rannsóknir hjá Hafrannsóknastofnun á Íslandi. Meðal viðfangsefna í rannsóknum hennar eru hljóð frá sjávarlífverum, en hún mun skoða nýtingu tækni úr verkefninu við að fylgjast með og greina líifverur í sjónum.
application cases for the proposed technology, particularly for marine life monitoring and assessment.

Sigurdur Petursson hefur viðtæka reynslu af fiskeldi, en hann hefur M.Sc. gráðu í fiskifræðum. Hann mun tengja verkefnið fiskeldisiðnaðinum á Íslandi. Þar mun hann veita ráðgjöf í verkefninu um nýtingu þess fyrir fiskeldi og kynningu verkefnisins í þeim atvinnugeira.

Hordur Johannsson er yfirverkfræðingur hjá Teledyne Gavia, sem þróar og framleiðis sjálfstýrða kafbáta (autonomous underwater vehicles, AUV) á Íslandi. Hann hefur doktorsgráðu og viðtæka reynslu á sviði neðansjávarróbóta, sjálfstýrðra kafbáta, staðsetningartækni og kortlagningu (Localization and Mapping), leiðangurstilhögunar (Mission Planning) og mynsturgreiningar.

Mandana Mahgoli, a distinguished 2020 graduate from the University of Sistan and Baluchestan, Zahedan, Iran in Telecommunication Engineering (Field and Waves), is one of the enthusiasts in the realm of Wireless Technologies, particularly various types of Antennas. With a Master’s Thesis focusing on the Reduction of Radar Cross-Section using metamaterials, she contributes and focuses on Multi-robot Co-operative Ultra-Massive MIMO of this groundbreaking project as a Ph.D. student. Moreover, she has adeptly managed, supervised and actively participated in numerous IT and ICT projects in Iran.

Hongzhi Guo is a collaborator of the Center for Robotics and Wireless Communications in Challenging Environments at the University of Iceland. He is an Assistant Professor in the School of Computing at the University of Nebraska-Lincoln. He received his Ph.D. degree from the University at Buffalo, the State University of New York in 2017. His broad research agenda is to develop the foundations for wireless networks and networked robotics to automate dangerous, dirty, dull tasks in extreme environments, such as underground and underwater.

Farzad Alizadeh is a Ph.D. student at the faculty of ECE of University of Iceland. His research focus includes acoustic µmMIMO and magnetic MIMO antennas for underwater communications.

Sverrir Jan Nordfjord is a Ph.D. student at the faculty of ECE of University of Iceland. He holds a M.Sc. from the Technical University of Denmark. He has various experience from different project work domestically and internationally for the last two decades. Those projects range from software development to electrical transmission grid planning, working as a specialist, consultant and manager.

Verkefnið „HAF: Róbótanet neðansjávarskynjara með fjölháttatengingum og aflhleðslu“ (HAF: Underwater Robotics Sensor Networks with Multi-Mode Devices and Remote Power Charging Capabilities) er fjármagnað með öndvegisstyrk nr. 239994-051 frá Rannsóknasjóði Íslands, sem starfræktur er af Rannís – Rannsóknamiðstöð Íslands.