HAF: Róbótanet neðansjávarskynjara með fjölháttatengingum og aflhleðslu

""

Fjármögnun: Verkefnið er fjármagnað með öndvegisstyrk frá Rannsóknasjóði Íslands í janúar 2023. Icelandic Research Fund in January 2023.
Tímalengd: The project duration is 3 years, from August 2023 to July 2026.

Project Description: Recent developments in the field of communications, smart devices and networks have given new opportunities for underwater activities. There are however two hurdles to applying the recent technologies for underwater purposes.

  • ÚRLAUSNAREFNI 1: Rafsegulbylgjur í vatni eða sjó verða fyrir mjög mikilli deyfingu sem gerir notkun þeirra til fjarskipta nærri ómögulega. Þess vegna hefur mest af fjarskiptum neðansjávar hingað til átt sér stað með hljóðbylgjum, en með þeim næst lítil bandbreidd og þar með lágur bitahraði.
  • ÚRLAUSNAREFNI 2: Annar farartálminn er þörf neðansjávartækja fyrir orku til langs tíma. Ekki er fýsilegt að skipta oft um rafhlöður í þessum tækjum og neðansjávar eru mjög takmarkaðir kostir til þess að vinna orku úr umhverfinu en ofan sjávar má t.d. nýta bæði vind og sólarljós.

Markmið HAF verkefnisins er að rannsaka kosti til þess að komast yfir þessa tálma og að sýna hvernig lausnir má nýta til þess að geta beitt nýrri fjarskipta- og skynjaratækni í neðansjávarveröld Norður Atlantshafsins.

Höfuðmarkmið verkefnisins er að hanna og þróa sjálfbært neðansjávar skynjaranet sem byggist á notkun róbóta með marghátta fjarskiptum (fjarskipti með hljóð- og segulspanstækni) og getu til að þiggja rafhleðslu frá róbótum sem geta siglt milli hnútpunkta netsins og haft fjarskipti við þá og sín á milli. Þetta á að tryggja rekstur skynjaranetsins um langan tíma.

The project is divided into four main work packages:  WP1 – Acoustic Ultra-Massive MIMO, WP2 – High-Performance Magnetic MIMO, WP3 – Multi-robot Co-operative Ultra-Massive MIMO, and WP4 – Autonomous Underwater Power Delivery.

Þátttakendur

  • Háskóli Íslands, Verkfræði- og náttúruvísindasvið / Rafmagns- og tölvuverkfræðideild
  • Hafrannsóknastofnun Íslands
  • Teledyne Gavia, Íslandi
  • Arctic Fish, Íslandi